Upplýsingar
Stærra letur
Minna letur
 
Listi
Leiðin þín: Forsíða - Heilsuefling - Mannlíf

Stykkishólmur

 

Síða 1 af 4

Breiðafjarðarferjan Baldur 
Vegna legu sinnar varð Stykkishólmur snemma á öldum miðstöð verslunar, samgangna og opinberrar þjónustu við Breiðafjörð.


Enn er bærinn kjörinn áfangastaður þeirra sem vilja njóta fjölbreytni í náttúrufari og mannlífi við Breiðafjörð, á Snæfellsnesi, í Dölum og Borgarfjarðarhéraði. Samgöngur við Stykkishólm eru góðar. Til Reykjavíkur eru 172 km og þangað eru daglegar áætlunarferðir allt árið. Á sumrin eru auk þess fastar ferðir milli kaupstaðanna á norðanverðu Snæfellsnesi.

 

Ferjan Baldur heldur uppi reglubundnum ferðum yfir Breiðafjörð. Á sumrin fer hún tvær ferðir daglega milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey þar sem ferðafólki gefst kostur á að dvelja hluta úr degi í friðsælu þorpi sem á sér langa og merka sögu. Farþegabátar Sæferða bjóða mönnum ferðir um nálæg eyjasund og um Breiðafjörð frá Öndverðarnesi að Látrabjargi.

 

Ferðafólk getur gengið að allri almennri þjónustu vísri hjá fyrirtækjum og stofnunum í Stykkishólmi og innan seilingar eru frægir sögustaðir og náttúruminjar í Helgafellssveit þar sem starfræktar eru meðal annars hestaleigur, bændagisting og athyglisverð hákarlaverkun sem notið hefur vinsælda meðal ferðafólks.

 

Næsta síða >>

Efling Stykkishólms - Kt. 650895-2079 - Hafnargötu 3 - 340 Stykkishólmur - Sími 433 8100 - Fax 438 1705 - heilsuefling@stykkisholmur.is