Upplýsingar
Stærra letur
Minna letur
 
Listi

Efling Stykkishólms


Aðild að félaginu eiga fyrirtæki og einstaklingar sem stunda atvinnurekstur svo og stofnanir sem starfa í Stykkishólmi og nágrenni, einnig einstaklingar sem af áhuga vilja styrkja starfsemi félagsins. Markmið Eflingar er að vinna að framfaramálum á sviði atvinnu- og menningarlífs á svæðinu.
Félagið var stofnað árið 1995 og síðan þá hefur það komið að ýmsum málum. Þörf er á að bæjarfélag eins og Stykkishólmur hafi álíka félag sem sameinar krafta fyrirtækja og einstaklinga og vinnur með nýjar hugmyndir. Eitt af því sem Efling kemur að er að sækja um styrki til uppbyggingar og nú eru 3 verkefni í gangi þar sem styrkir hafa verið veittir, Heilsuefling Stykkishólms, Stykkishólmur ein heimasíða og  Ellismellir í Hólminn.  

 

Verkefni í gangi:

 

Gjafakort Stykkishólms
Í ár bryddar Efling Stykkishólms upp á þeirri nýung að gefa út Gjafakort Stykkishólms.  Gjafakortin gilda í verslanir og hjá þjónustuaðilum í Hólminum og verða til sölu allt árið í versluninni Heimahorninu.  Um er að ræða góða viðbót við þau gjafabréf sem fyrirtæki eru nú þegar að bjóða upp á hvert fyrir sig, en með þessu korti getur handhafi þess valið sér verslun eða jónustufyrirtæki að vild.  Oft reynist erfitt að velja gjöf en með gjafabréfi að allri þjónustu er tryggt að þiggjandi finnur örugglega eitthvað við sitt hæfi, enda flest í boði hér í bæ. Alltaf eru tilefni til gjafa og hvað er betra en að fjárfesta í sinni heimabyggð?  Eins gætu þetta verið góðar gjafir til vina og vandamanna annarstaðar frá, til að kynna þeim Hólminn í heild sinni.

 

Eftirtaldir aðilar taka við gjafakorti Stykkishólms:
Amtbókasafnið, Anok margmiðlun ehf, Átak, BB og synir, Björgunarsveitin Berserkir, Bónus, Dekk og smur,  Gallerí Lundi, Golfklúbburinn Mostri, Hákarlsverkun og ferðaþjónusta Bjarnarhöfn, Hárstofangreiðslustofan,  Heimagisting Ölmu, Hótel Breiðafjörður, Hótel Stykkishólmur, Íslandspóstur, Lyfja,  Nesbrauð, Norska Húsið, Lindin, Olís, Orlofsíbudir.is, Skipavík, Sæferðir, Snyrtistofan Anka, Stykkishólms-pósturinn, Sundlaug Stykkishólms,Tjaldsvæðið Stykkishólmi, Trésmiðja Þ B Borg, Vaktþjónustan Vökustaur, Veitingahúsið Narfeyrarstofa, Verslunin Heimahornið.

 


Heilsuefling Stykkishólms
Heilsuefling í Stykkishólmi er heilsuklasi í tengslum við heilsutengda
ferðaþjónustu í Stykkishólmi en undirbúningur vegna stofnunar
klasans stóð yfir í nokkra mánuði. Stjórn Eflingar Stykkishólms telur
að þetta fyrirkomulag sé til þess fallið að ná fram hagræðingu og
samlegðaráhrifum bæði hjá Eflingu Stykkishólms og væntanlegum
Heilsuklasa í Stykkishólmi. Það að ein framkvæmdastjórn hafi yfirumsjón
með starfsemi framangreindra þátta tryggir að hagsmunum aðila sé betur
borgið en ef tvær aðskildar framkvæmdastjórnir væri að ræða annars vegar
fyrir Eflingu Stykkishólms og hinsvegar fyrir heilsuklasa í Stykkishólmi.
Aðalmarkmið er að nýta betur það sem til staðar er sameina krafta þeirra sem komið geta að heilsuklasanum, sinna fræðslu væntanlegra þáttankenda og almennings og setja upp kynningarefni í formi heimasíðu og bæklinga til að koma Heilsueflingunni á framfæri. 

Elllismellir í Hólminn
Félagið sótti um styrk í sjóð á vegum Iðnaðarráðuneytis í verkefni nefnt Ellismellir í Hólminn.
Ellismellir í Hólminn er verkefni þar sem kanna á möguleika á að
markaðssetja vor og haust ferðir eldri borgara til Stykkishólms. Bærinn
hefur ýmislegt upp á að bjóða og til að styðja við heilsársrekstur þjónustu
aðila og annarra félaga er verkefni sem þetta tilvalið, en einnig til þess að
kynna það fyrir eldriborgurum sem flytja þá söguna heim um góðan bæ til
að búa í.

 

 

 Stjórn félagsins skipa:

 Svanborg Siggeirsdóttir er formaður Eflingar            
         

Efling Stykkishólms - Kt. 650895-2079 - Hafnargötu 3 - 340 Stykkishólmur - Sími 433 8100 - Fax 438 1705 - heilsuefling@stykkisholmur.is